Fréttir

Búðarhálsvirkjun

Jón Þór hafði veg og vanda að heimsókn í Búðarhálsvirkjun

Farið var dagsferð á vegum Jóns Þórs austur í Búðarhálsvirkjun.

Mætt var við Grafarvogskirju snemma á laugardagsmorgni og keyrt austur í Búðarhálsvirkjun. Mökum hafði verið boðið með og var mæting góð. Þegar komið var austur í Búðaháls var tekið á móti hópnum og fyrirlestur haldin um framkvæmdina við virkjunina og síðan  boðið uppá hádegisverð í boði Landsvirkjunar. Að því loknu var farið í skoðunarferð um virkjunarsvæðið. Ferðin var vel skipulögð og fróðleg. Á heimleiðinni var stoppað í Aldinreit við Heklurætur og síðan haldið á Heklusýningu í Heklusetrinu. Þegar til Reykjavíkur var komið um kvöldið bauð Jón Þór öllum ferðafélögum í grillveislu í Grafarvogi.