Fréttir
Búðarhálsvirkjun
Jón Þór Sigurðsson hafði veg og vanda að heimsókn klúbbsins í Búðarhálsvirkjun
Farið var dagsferð austur í Búðarhálsvirkjun snemma á laugardagsmorgni frá Grafarvogskirkju. Mæting var góð og hafði mökum verið boðið með í ferðina.
Jón Þór hafði skipulagt ferðina vel og sá til þess að tekið var á móti hópnum í vinnubúðum Landsvirkjunar. Þar var fyrirlestur um framkvæmdina á Búðarhálsi og hádegisverður í boði Landvirkjunar. Síðan var haldið í skoðunarferð um virkjunarsvæðið. Á heimleiðinni var komið við í Aldinreit við Heklurætur og síðan skoðuð sýningin um Heklu á Heklusetri.