Fréttir

Búðarhálsvirkjun

Heimsókn í Búðarhálsvirkjun

Jón Þór Sigurðsson hafði veg og vanda að heimsókn okkar í Búðarhálsvirkjun 

Farið var af stað frá Grafarvogskirkju snemma á laugardagsmorgni og ferðinni heitið austur í Búðarhálsvirkjun. Ferðin var vel skipulögð og fróðleg í alla staði. Fyrirlestur var haldin í vinnubúðum Landvirkjunar á Búðarhálsi en Landsvirkjun bauð upp á hádegismat. Að því loknu var farið í skoðunarferð um virkjunarsvæðið. Á heimleið var farið í heimsókn í Aldinreit við Heklurætur og síðan komið við á Heklusetri og sýningin um Heklu skoðuð.