Fréttir
Velheppnuð ferð á Snæfellsnes
Einstök upplifun
2. júní var farin dagsferð á Snæfellsnes við góðar undirtektir félaga. Frábær dagur til ferðalaga og var fararstjórnin afar góð. Myndaalbúm úr ferðinni á slóðinni: http://issuu.com/viggastef/docs/sn_fellsnes1
Fararstjóri var Gylfi Magnússon sem þekkir hverja þúfu á nesinu. Nesið skartaði sínu fegursta í einstakri veðurblíðu. Skemmtinefnd skipulagði ferðina mjög vel með nesti og gamanmálum. Mikil grillveisla var á Arnarstapa. Ferð eins og þær gerast bestar.
Myndaalbúm úr ferðinni á slóðinni: http://issuu.com/viggastef/docs/sn_fellsnes1