Fréttir
Líttu þér nær!
Gullmolar við hvert fótmál
Gönguferð um Grafarvog 2. maí
Gönguferð um Grafarvog í umsjón Ástu Þorleifsdóttur.
Ferðalýsing: Hittumst kl. 18 við aðstöðu kayakklúbbsins á Geldinganeseiði.
Fræðandi gönguferð frá Gufunesi /Hallsteinshöfða að Úlfarsá , upp með ánni að Korpúlfsstöðum og aftur að Eiðinu.
Á leiðinni kynnumst við lífrík, sögu og jarðfræði þessarar síðustu heilu strandmyndar í höfuðborginni. Sjáum landseli á Svörtuskerjum, fræðumst um sprettfiskana í Gorvík, öðuskeljar og burstaskrímsli. Sjáum þursaberg og holufyllt hraun. Tökum nestistíma á völdum stað um miðja leið. Takið með ykkur maka og börn.
Þeir sem mæta fá verðlaun!
Þeir sem ekki geta mætt missa af miklu.