Fréttir
Velheppnað þorrablót
Föstudaginn 24. febrúar
Frábær skemmtun
Þorrablót var haldið í Hlöðunni við Gufunesbæ föstudaginn 24. febrúar.
Undir öruggri stjórn skemmtinefndar með Jóhannes í farabroddi tókst skemmtunin ákaflega vel.
Hinn rómaði kór sló enn og aftur í gegn undir stjórn Kjartans. Svanhvít Sigurðardóttir söng ljúft lag við undirleik Kjartans. Elísabet flutti minni kvenna og Jón V. flutti minni karla í bundnu máli. Sjö sendu inn seinniparta í vísnakeppninni. Dómnefnd skipuðu þeir Helgi og Björn V. Auk fyrstu verðlauna voru veitt verðlaun fyrir blautasta botninn, björtustu vonina, efnilegasta nýliðann og besta botninn.
Theodór stýrði fjöldasöng og kórinn steig aftur á svið (án hvatningar). Brandarar svifu síðan yfir borðum í stríðum straum og skemmti fólk sér konunglega.
Þorramaturinn frá Múlakaffi klikkaði ekki.