Fréttir

29.9.2011

Fróðlegur fundur með umdæmisstjóra

Umdæmisstjóri heimsótti Rótarýklúbb Grafarvogs miðvikudaginn 28. september. Hann flutti fróðlegt og umhusunarvert erindi.

Forseti setti fund eftir máltíð. Hann kynnti gestinn, Tryggva Pálsson umdæmisstjóra og sagði frá bréfi sem ástralskur rótarýfélagi sendi og bað um aðstoð við gistingar.
Þórunn - sem átti afmæli einmitt þennan dag - var með 3 mín erindi. Hún sagði frá "leyndarmáli" sem var þannig að nágranni hennar hafði sótt um að fara til Ástralíu í GSE skipti.

Góðar fréttir: Ósk fékk tölvupóst frá rótarýklúbbi  í Svíþjóð sem var að leita eftir heimsókn frá okkur. Þau eru til í að taka á móti 12 manns á næsta ári.
Bjarni Grímsson stóð því næst upp og kynnti það að næsti fundur yrði í kirkjugarðinum þar sem starfsemi garðsins yrði kynnt.
Því næst stóð Björn Tryggvason upp. Hann sagðist hafa verið í Svíþjóð nýlega, þar sem hann og konan biðu eftir barnabarni nr. 4. Það lét bíða eftir sér en fæddist 22. september.
Gylfi fékk barnabarn nr. 10 um daginn og Jóhannes barnabarn nr. 4. Góð fjölgun!

Því næst fékk Tryggvi orðið og þakkaði góðar viðtökur og talaði um það hvernig allir klúbbarnir væru með mismunandi siði.
Hann sagðist ætla að ræða um umsvif rótarý, svo um gildi rótarý og félagsskapinn. Hann sagði hreyfinguna í sókn og að verið væri að mynda nýja klúbba á stöðum sem áður mátti ekki vera með frjáls félagasamtök.

Tryggvi ræddi mismunandi fundartíma klúbbana, bæði mismunandi daga og tímasetningar. Hann talaði sérstaklega um morgunverðarfundi og hádegisfundi og sagðist hafa það eftir Tómasi Möller að gott væri að hrista upp í vinnudeginum og hittast í hádeginu.

Þjónustuleiðir  Rótarý  voru ræddar og þjónustuhugsjónin. Tryggvi sagði að í rótarý væri áherslan á að fá leiðandi fólk í sínu fagi í klúbbinn. Rótarýfélagar væru að jafnaði góðir fyrirlesarar, sem ekkert tækju fyrir sína vinnu en gæfu afar mikið af sér. Eða eins og Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: Rótarý er eins og háskóli þar sem félagar læra allt mögulegt sem þeim hefði ekki dottið í hug að leita sér upplýsinga um.

Fjórprófið kom til umræðu - innihaldið sem smátt og smátt verður hluti af rótarýhugsuninni og manni sjálfum. Hann tók líka til skemmtilegan mun á hugsun alþjóðaforsetanna sem hver um sig ber merki sinnar þjóðar. Nú eru einkennisorðin: hlýddu rödd hjarta þíns eða Reach within for humanity.

Tryggvi sagðist hafa orðið þess var á ferðum sínum að þar sem fólk í klúbbum hittist utan fundanna og ynni saman að ýmsum verkefnum, leiddi það gjarnan til þess að vináttan yrði sterkari og klúbburinn sjálfur enn betri.

Útrýming lömunarveikinnar kom til tals og vildi Tryggvi leggja áherslu á að klúbbarnir settu kraft í lokasprettinn. Hann ræddi líka um stofnun nýs klúbbs sem væri fyrir 35-40 ára til að byrja með - yngri félagsmenn.

Hann endaði á því að ræða hugmyndir sem vakna við að heyra í öðrum klúbbum, nota skype fyrir fundi ef fólk býr dreift (úti á landi, mögulega fyrir fyrirlesara,
Hafa samband við móðurklúbbinn og fá upplýsingar um rafræna skoðanakönnun.

Forseti þakkaði gott erindi. Hann skýrði hvernig Grafarvogsklúbburinn hefur sett upp kerfi þar sem hver og einn sér um sinn klúbb en það hefur gengið afar vel.

Ósk kom með þá hugmynd að klúbburinn mætti á hátíðakvöldverðinn á Umdæmisþingi og að það yrði e.k. árshátíð klúbbsins.
Tryggvi sagði sveigjanleika góðan í klúbbum og að það sé löngu liðin tíð að aðeins megi vera einn úr hverri starfsgrein í klúbbnum. Einnig þurfi að gæta þess að fjölbreytni sé og að ekki megi gleyma því að starfstéttir eins og leikarar og listamenn séu góð.