Fréttir
  • starfsgreinaernindi

19.9.2011

Frábær starfsgreinakynning

Auður G. Eyjólfsdóttir tannlæknir hélt starfsgreinaerindi sitt miðvikudaginn 14. september. Félagar

Starfsgreinaerindi Auðar byrjaði skemmtilega og vakti Ræddi fyrst um kostnað við tannlækningar. Hún sagði frá því hvernig hún valdi starfið - með því að velja nám þar sem hún þurfti ekki að huga að ákveðnum námsgreinum. Hún lærði í Osló og sagði erfiðasta hlutann hafa verið að þola allar deyfingarnar sem þau þurftu að gefa hverju öðru áður en þau fengu að deyfa aðra.
Hún hóf starf á Hvammstanga og sagði skemmtilegar og fróðlegar sögur þaðan.
Einnig útskýrði hún fyrir fundarmönnum fagið tannlækningar sem hafa verið lengi við lýði, allt frá upphafi sögunnar eftir því sem best er vitað. Fróðlegt var að frétta af því hvernig falskar tennur voru í gamla daga - t.d. Waterloo tennur sem fengnar voru úr látnum hermönnum.
Margt fleira kom fram í afar fróðlegu og skemmtilegu erindi Auðar. Hún lagði áherslu á tannhirðu um leið og hún sýndi hvernig skemmdir geta verið á tönnum, ræddi alla mögulegar og ómögulegar hliðar tannviðgerða, tannskemmda og annars sem fræðigreininni viðkemur.