Fréttir

1.9.2011

Félagsfundur 31.8 - GSE hópar

Birna G. Bjarnadóttir forseti Borga í Kópavogi kom á fundinn og ræddi um GSE hópana.

Vel var mætt á fundinn eins og alltaf - rúmlega 80% mæting. Boðið var upp á ofnbakaðan lax - algert sælgæti.

Það var áhugavert að hlusta á Birnu sem hefur bæði farið í GSE ferð og skipulagt komu hingað. Hún sagði frá því að frá upphafi hefðu um 300 manns á vegum rótarý á Íslandi farið erlendis. Rótarýsjóðurinn er undirstaða þess að þetta sé hægt og mikilvægt að muna eftir honum.

Á fundinum var einnig rætt um að koma upp nýjum lið - góðum fréttum. Félagar tóku vel í það og komu með nokkrar góðar fréttir.