Fréttir

31.3.2011

Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ heimsótti Rkl. Rvk Grafarvog

Adolf GuðmundssonFormaður LÍÚ kynnti stjórnun, sjónarmið og áherslur útvegmanna um fiskveiðikvótann.

Á rótarýfundi í Rkl. Rvk. Grafarvogi þann 30. mars sl. mætti Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ og fjallaði um íslenskan sjávarútveg.  Á fundinum rakti hann breytingar sem orðið hafa í greininni sl. 30 ár.  Kynnti hann fyrir rótarýfélögum í Grafarvogi aflahlutdeildarkerfið og skiptingu aflaheimilda.  Adolf gerði grein fyrir þróun heildarskulda í sjávarútvegi frá 1999 - 2009 ásamt að hann skýrði hver staðan væri í samningum við ríkisvaldið um nýtt aflahlutdeildarkerfi í sjávarútvegi.