Fréttir

16.3.2011

Móttaka og kynning á endurbyggingu Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar kynnir uppbyggingu  í Lækjargötu og Austurstræti

Lækjargata 2, 16.03.2011Lækjargata 2 og Austurstræti 22 eru oft nefnd "Brunareiturinn í Lækjargötu".  Borgaryfirvöld ákváðu í framhaldi af eldsvoða að leysa til sín húseignirnar og standa fyrri uppbyggingu í anda liðinna tíma

Lækjargata 2, 16.03.2011Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar bauð félögum í Rótarýklúbbi Rvk. Grafarvogur til móttöku og kynningar á uppbyggingu húseignanna Laugarvegs 2 og Austurstrætis 22 miðvikudaginn 16. mars 2011.  Einar H. Jónsson og Ólafur Ólafsson verkefnastjórar á mannvirkjaskrifstofu Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar tóku á móti rótarýfélögum.  Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Þorkell Erlingsson verkfræðingur sögðu frá sögu húsanna og áherslu borgaryfirvalda um að fella húsin að núverandi borgamynd Lækjargötu og Austurstrætis á þeim stað sem sumir telja einn mest áberandi stað miðborgarinnar.  Heimsóknin var í alla staði vel heppnuð og vöktu framkvæmdir borgarinnar almennan áhuga hjá rótarýfélögum. / ÓÓ