Fréttir
  • Skaksveit

28.9.2010

Norðurlandameistarar 2010

Íslandsmeistarasveit Rimaskóla í skák náði frábærum árangri á Norðurlandamóti  barnaskólasveita sem fram fór í Osló nú um helgina.

Skáksveit Rimaskóla Norðurlandameistarar barnaskólasveita 2010 ásamt Helga Árnasyni skólastjóra: Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Kristinn Andri Kristinsson

 

Sveitin tefldi við bestu skáksveitir hinna Norðurlandanna og vann mótið nokkuð örugglega, tapaði engri viðureign og fékk 15,5 vinning af 20 mögulegum. Danska sveitin fylgdi Rimaskólasveitinni fast eftir á mótinu og endaði með 14 vinninga en aðrar sveitir voru þessum löndum langt að baki. Í sveit Rimaskóla eru gríðarlega efnilegir skákmenn á aldrinum 11 - 13 ára gamlir, ný kynslóð skákmeistara skólans; þeir Dagur Ragnarsson, Jón Trausti Harðarson, Kristinn Andri Kristinsson og bræðurnir Oliver Aron og Kristófer Jóel Jóhannessynir. Þjálfari þeirra er hinn 17 ára gamli Hjörvar Steinn Grétarsson, margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari  með Rimaskóla og nýbakaður landsliðsmaður í skák. Rótarýklúbbur Reykjavík-Grafarvogur óskar sveitinni og Rimaskóla til hamingju með þennan glæsilega árangur en þess má geta að klúbburinn hefur stutt skólann og skákdeild Fjölnis með verðlaunagripum á veglegu  sumarskákmóti deildarinnar ár hvert  .