Fréttir

14.9.2010

Haustferð Rótarýklúbbs Reykjavíkur Grafarvogs

Suðurlandið heimsótt. Áð var í Forsæti í Flóa, Bakkafjörum, Þorvaldseyri að  sumarbústað Gylfa og Guðrúnar í Hraunborgum í Grímsnesi.

Rótarýklúbbur Reykjavík Grafarvogur fór í haustferð laugardaginn 11. september s.l. ferðin hófst við Grafarvogskirkju en þaðan var haldið að Forsæti í flóa þar sem Ólafur Sigurjónsson og kona hans Bergþóra Guðbergsdóttir tóku á móti hópnum. Frá Forsæti var haldið sem leið liggur austur að Bakkafjöru með stuttri viðkomu við Urriðafoss. Við Bakkafjöruhöfn tók á móti klúbbfélögum Pétur Vilberg Guðnason verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Strendingi sem hefur annast eftirlit með framkvæmdum á staðnum. Því næst var ferðinni heitið austur að Þorvaldseyri þar sem Ólafur Eggertsson og Guðný A. Valberg tóku á móti hópnum. Fékk hópurinn að sjá hluta úr heimildarmynd sem er í vinnslu um eldgosið í Eyjafjallajökli auk þess sem búreksturinn var skoðaður. Því næst var haldið í sumarhús Gylfa Magnússonar í Hraunborgum og lambakjöti og kjúklingi gerð skil áður en raddböndin voru þanin. Klúbburinn þakkar því fólki sem tók á móti okkur og gerði ferðina ógleymanlega, sérstakar þakkir fá Gylfi Magnússon og Guðrún Blöndal fyrir höfðinglegar móttökur í Hraunborgum.