Fréttir
Umdæmisstjóri heimsækir Rkl. Rvk. Grafarvog
01.09.2010
Á fundi Rótaryklúbbs okkar í Grafarvoginum 1. september 2010 kom umdæmisstjóri frú Margrét Friðriksdóttir ásamt eiginmanni sínum Eyvindi Albertssyni, til okkar í heimsókn.
Þetta var hennar fyrsta heimsókn til klúbbanna. Það var klúbbnum heiður og ánægja að fá þau til okkar. Margrét kynnti áherslur Rótary og þá miklu og göfugu vinnu sem þessi heimssamtök standa fyrir. Á það við bæði meðal íslensku klúbbanna og um heim allan. / Elisabet Gísladóttir