Fréttir
Fyrirlestur um öreindatilraunir í Cern
Fyrirlestur Þorsteins Vilhjálmssonar eðlisfræðings
Á fundi í Rótarýklúbbi Grafarvogs 17. september fjallaði Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur og faðir Vísindavefsins um þær tilraunir sem hófust í síðustu viku í Cern. Þar leitast fremstu vísindamenn í öreindafræðum við að skoða upphafsmínútur veraldar. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og spunnust fjörugar umræður um tilraunir öreindafræðinganna í Cern.
/óó