Fréttir
Gufunes heimsótt
Grafarvogur er tiltölulega nýtt hverfi eða hverfasafn öllu heldur - því hverfin eru jú 8. Í gamla daga, þegar ritari þessa pistils var ungur, var í Gufunesi sorpurðun. Rótarýklúbbur Grafarvogs heimsótti Gufunes um daginn og dáðist að breytingum sem þar hafa átt sér stað.
Gamli bærinn í Gufunesi stendur enn, en hlutverk hans hefur breyst nokkuð. Nú er rekin þar Frístundamiðstöð af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Starfið er ætlað öllum Grafarvogsbúum en þó einkum þeim sem yngri eru.
Í hlöðunni er fínt eldhús og góður salur þar sem meðal annars verður haldinn jólamarkaður í desember.