Fréttir

5.7.2009

Gróðursetning

Rótarýklúbbur Grafarvogs hefur fengið úthlutað svæði til gróðursetningar.DSC01360

Rótarýklúbbur Grafarvogs heimsótti á dögunum Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Þetta var skemmtileg ferð og gaman að sjá virðulega rótarýfélaga breytast í hermenn sem virtust eiga sér þá ósk heitasta að skjóta hver á annan.
Sem betur fer voru "kúlurnar" aðeins litur og enginn slasaðist.
Í þessari skemmtiferð kom upp sú hugmynd að klúbburinn fengi til umráða hluta af svæði Skemmtigarðsins og gróðursetti þar tré og runna.
Margir klúbbar eiga sín gróðursvæði og hafa félagar gaman af því að gróðursetja og fylgjast með vexti gróðursins.
Þetta var samþykkt einum rómi, bæði af félögum og eigendum garðsins. Nú er bara að bretta upp ermar, mæta með skóflu og plöntur og byrja að leggja grunninn að sælureit Grafarvogsklúbbsins.
Plöntur vel þegnar...