Nefndir klúbbsins

Nefndir og trúnaðarstörf starfsárið 2017-2018

Nefndir og trúnaðarstörf

Nefndir og trúnaðarstörf innan Rótarýklúbbs Kópavogs eru af tvennum toga:

1. Nefndir samkvæmt lögum klúbbsins með þeim verkefnum sem mælt er fyrir um

2. Nefndir og trúnaðarstörf stofnuð með erindisbréfi forseta og samþykki stjórnar.

Um starf nefnda segir svo í lögum klúbbsins, gr. 8.3: Nefndir og einstakir embættismenn skulu starfa samkvæmt reglum Rótarý International og í anda grundvallarlaga og sérlaga klúbbsins og eftir reglum og tilmælum forseta og stjórnar

Formaður nefndar stjórnar fundum hennar og framkvæmdir í málum sem nefndina varða. Forseti klúbbsins getur sótt fundi í nefndum og jafnframt getur hann boðað nefndirnar til að sitja stjórnarfundi. Hann skal fylgjast með því að nefndirnar ræki skyldur sínar. Nefndirnar mega ekki nema með sérstökum fyrirmælum  klúbbstjórnar hefja framkvæmdir nema þær  hafa gert skýrslu um málið til klúbbstjórnar og hún fallist á hana.

1.  Nefndir samkvæmt lögum klúbbsins

Klúbbþjónustunefnd (Félagsþjónustunefnd)

Nefndin er að jafnaði skipuð fyrrverandi forsetum klúbbsins og skal vera stjórninni ráðgefandi meðal annars varðandi fjármál klúbbsins.

Nefndin skal fyrir 1. nóvember ár hvert gera skrá um starfsgreinar sem talið er rétt að geti átt fulltrúa í klúbbnum, svo og hverjar eigi þar fulltrúa. Við gerð starfsgreinaskrárinnar og endurskoðun skal fara eftir reglum og leiðbeiningum sem Rótarý International gefur út. Skal nefndin benda á starfsgreinar, sem æskilegt væri að bæta við sem fulltrúa í klúbbnum. Nefndin er ráðgefandi varðandi opnun nýrra starfsgreina.

Nefndin skal athuga allar tillögur um nýja félaga, mannkosti þeirra,  félagslyndi og álit, sem þeir njóta í starfi og þjóðfélaginu yfirleitt.

Nefndin sér um tvo fræðslufundi fyrir klúbbfélaga á starfsárinu: 5.sept og 15.maí

Nefndina skipa:

Formaður Magnús Már Harðarson

Aðrir nefndarmenn: Guðmundur Jens Þorvarðarson, Guðmundur Ólafsson og Þórir Ólafsson

Rótarýfræðslunefnd

Nefndin sér um að veita félögum, einkum nýjum félögum svo og félagaefnum, fræðslu um Rótarýhreyfinguna, sögu hennar, markmið, verkefni og störf.  Einnig fræðslu um réttindi og skyldur.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um tvo formlega fræðslufundi fyrir klúbbfélaga á starfsárinu: 22. ág og 30.jan

Nefndina skipa:

Formaður Benjamín Magnússon

Aðrir nefndarmenn:  Jón Höskuldsson, Vilhjálmur Einarsson, Werner Rasmusson


Starfsþjónustunefnd

Nefndin skal annast um að klúbbfélagar einkum nýir félagar veiti fræðslu um starfsgrein sína til þess að félagar fái skilið starf og starfsaðstöðu hvers annars einnig um vandamál tengd starfinu svo og þjónustuhlutverk það sem hver um sig gegnir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Nefndin bendir félögum á leiðir til þess að sinna þjónustuhlutverki sínu. Nefndin sér um kynningu fjórprófsins innan klúbbsins og utan.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um fjóra formlega fundi fyrir klúbbfélaga á starfsárinu: 24.okt, 9.jan, 27.feb og 22.maí

Nefndina skipa:

Formaður Kristófer Þorleifsson

Aðrir nefndarmenn: Bolli Magnússon, Eggert Þór Kristófersson og Kristinn Dagur Gissurarson


Þjóðmálanefnd

Nefndin skal sjá um að helstu mál sveitarfélagsins og þjóðfélagsins verði kynnt félögum á fundum og leiðbeina þeim eftir föngum um það á hvern hátt þeir geta best lagt málum lið.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um sex formlega fræðslufundi fyrir klúbbfélaga á starfsárinu: 3.okt, 5.des, 13.mars og 12.júní

Nefndina skipa:

Formaður:  Ólafur Tómasson

Aðrir nefndarmenn:  Bergþór Halldórsson og Páll Árni Jónsson


Alþjóðanefnd

Nefndin sér um fræðslu um alþjóðamál í víðasta skilningi.  Þar með talið um viðhorf Rótarý til alþjóðamála og á hvern hátt Rótarýfélagsskapurinn getur stuðlað að og eflt velvild og gagnkvæman skilning þjóða í milli.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um sex fræðslufundi fyrir klúbbfélaga á starfsárinu: 19.sept, 21.nóv, 20.feb og 5.júní

Nefndina skipa:

Formaður:  Jóhann Árnason

Aðrir nefndarmenn:  Björgvin Skafti Vilhjálmsson, Jón Sigurðsson og Sævar Geirsson


Skemmtinefnd

Nefndin sér um árshátíð svo og aðrar skemmtanir, sem klúbburinn heldur fyrir sig eða í samstarfi við aðra svo sem aðra

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um jólafundinn (kvöldfundur) þann 19. desember.

Nefndina skipa:

Formaður:  Karl Magnús Kristjánsson

Aðrir nefndarmenn: Jóhann Árnason

 

2.  Nefndir skipaðar af stjórn

Ungmennanefnd

Nefndin skal vera fulltrúi klúbbsins í æskulýðsstarfi svo sem gagnvart æskulýðsstarfi Rótarý-umdæmisins og Rótarý Internatirnational þar á meðal varðandi starfshópaskipti, skiptinema og námsstyrki og tengja fundarefni æskulýðsmálum eftir því sem við verður komið.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um tvo fundi: 14.nóv (Niðjafundur), 6.feb.

Nefndina skipa:

Formaður:  Margrét María Sigurðardóttir

Aðrir nefndarmenn: Guðmundur Þ. Harðarson


Menningarmálanefnd

Nefndin  er vera fulltrúi klúbbsins í menningarmálastarfi  svo sem að taka menningarmál  til kynningar og umræðu á fundum klúbbsins og að skipuleggja heimsóknir  klúbbsins á menningarviðburði.  Einnig er nefndin tengiliður við menningarmálastarf  Rótarýumdæmisins.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal ennfremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um sex fundi á starfsárinu: 17.okt, 20.mars, 29.maí og 26. júní

Nefndina skipa:

Formaður:  Helgi Sigurðsson

Aðrir nefndarmenn: Guðmundur Ólafsson, Þórir Ólafsson


Ferðanefnd

Nefndin hefur frumkvæði að sameiginlegum ferðalögum klúbbfélaga og maka þeirra, innan lands eða utan, og annast samstarf við þá aðila sem þar koma að málum. Einnig kynnir nefndin ferðamál á fundum klúbbsins eftir því sem við verður komið.

Formaður nefndarinnar kallar hana saman að minnsta kosti einu sinni snemma á starfsárinu eða oftar ef tilefni gefst til, þar sem farið er yfir væntanleg verkefni nefndarinnar á starfsárinu og verkefnum skipt upp á milli félaga. Formlegir nefndarfundir eru ígildi mætingar á Rótarýfund og sér formaður nefndarinnar um þá skráningu í samráði við ritara klúbbsins.

Nefndin skal enn fremur reyna að tilnefna til klúbbþjónustuþjónustunefndar að minnsta kosti einn nýjan mögulegan félaga í klúbbinn á starfsárinu og skal formaður nefndarinnar annast það.

Nefndin sér um þrjá fundi á starfsárinu: 10.okt, 16.jan og 8.maí.

Nefndina skipa:

Formaður:  Sveinn Hjörtur Hjartarson

Aðrir nefndarmenn:Inga Hersteinsdóttir og Ólafur Wernersson


Landgræðslunefnd

Nefndin skal hafa forgöngu um uppgræðslu og trjárækt á land- svæði klúbbsins til slíks starfs og tekur landgræðslu og umhverfismál til umræðu á fundum klúbbsins eftir því sem við verður komið.

Nefndin sér um kvöldfund þann 29. ágúst

Nefndina skipa:

Formaður:  Sævar Geirsson

Aðrir nefndarmenn: Ólafur Wernersson, Sigurður Jónsson og Vilhjálmur Einarsson


Viðurkenningarnefnd

Nefndin skal fylgjast með framúrskarandi frumkvöðlastarfi einstaklinga í Kópavogi og gera tillögu til stjórnar um það hver hljóta skuli viður- kenningu klúbbsins, eldhugann, sem veitt er árlega.

Nefndin ber einnig að leggja mat á efni og flutning fyrirlestra sem haldnir eru á fundum klúbbsins og skila tillögu til stjórnar um hver eða hverjir þeirra skuli hljóta viðurkenningu.

Nefndin sér um kynningu á eldhuga Kópavogs fyrir klúbbfélaga þann 6.mars

Nefndina skipa:

Formaður:  Eiríkur Líndal

Aðrir nefndarmenn: Ásgeir Jóhannesson, Guðbergur Rúnarsson og Guðmundur Björn Lýðsson


Laganefnd

Nefndin skal endurskoða lög klúbbsins á starfsárinu með það að markmiði að þau endurspegli vel það fyrirkomulag á starfsemi klúbbsins sem félagar telja heppilegt og að lögin séu í samræmi við lög Rótarýumdæmisins og Rótarý International.

Nefndin sér um einn fræðslufund fyrir klúbbfélaga á starfsárinu þann 23.jan

Nefndina skipa:

Formaður:  Jón Ögmundsson

Annar nefndarmaður: Margrét María Sigurðardóttir

 

Skoðunarmen reikninga

Guðmundur Jens Þorvarðarson, Ásgeir Jóhannesson.


Umsjónarmaður heimasíðu

Guðmundur Ólafsson