Paul Harris félagar
Rótarýklúbbur Kópavogs hefur útnefnt 48 Paul Harris félaga frá stofnun klúbbsins
Rótarýklúbbur Kópavogs hefur alla tíð lagt metnað sinn í að styðja myndarlega við Rótarýsjóðinn. Í október 2010 námu framlög klúbbsins frá upphafi alls USD 52.892,62 og var klúbburinn númer 5 í röðinni af þeim sem mest hafa gefið af íslensku klúbbunum.
25 Paul Harris félagar klúbbsins, sem sóttu jólafund klúbbsins 14. desember 2010 á 20. hæð í Turninum.
Af þeim eru 9 fyrrverandi félagar og eru 8 þeirra sitjandi á myndinni, en auk þeirra er Guðmundur Arason, standandi og 5. frá hægri, fyrrverandi félagi.
Sitjandi frá vinstri: Páll Bjarnason, J. Ingimar Hansson, Kristján Guðmundsson, Gottfreð Árnason, Hreinn Bergsveinsson, Bjarni Bragi Jónsson, Úlfar Helgason, Jón Guðlaugur Magnússon.
Standandi frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, Bolli Magnússon, Þórir Ólafsson, Árni Björn Jónasson, Benjamín Magnússon, Ásgeir Jóhannesson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Vilhjálmur Einarsson, Haukur Hauksson, Kristófer Þorleifsson, Friðbert Pálsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Arason (vfr.), Werner Rasmusson, Ólafur Tómasson, Sigurður R. Guðjónsson, Jóhann Árnason.
Innan rótarýhreyfingarinnar er starfandi sjóður, Rótary Foundation eða Rótarýsjóðurinn, sem er orðin ein öflugasta námsstyrkjastofnun í heiminum. En mesta framtak Rótarýsjóðsins er þó svokallað Políóplús-átak. Það hófst sem sérstakt verkefni árið 1985. Takmarkið var að safna 120 milljónum dollara fyrir árslok 1988 til að standa straum af bólusetningu allra barna í þróunarlöndunum gegn lömunarveiki og öðrum smitsjúkdómum og ljúka verkefninu fyrir 100 ára afmæli Rótarý-hreyfingarinnar árið 2005. Árangur er meiri en menn óraði fyrir
Til að afla sjóðnum tekna hefur m.a. verið tekið upp það fyrirkomulag að Rótarýklúbbar útnefna Paul Harris félaga þá, sem þeir vilja heiðra fyrir mikil og góð störf. Fyrir hverja útnefningu greiðir klúbburinn 1000 bandaríkjadali í Rótarýsjóðinn.
Á 50 ára afmæli Rótarýklúbbs Kópavogs höfðu frá stofnun hans eftirtaldir 48 félagar hlotið þessa viðurkenningu.
Árni Björn Jónasson, Ásgeir Jóhannesson, Baldur Líndal, Benjamín Magnússon, Bjarni Bragi Jónsson, Bolli Magnússon, Eggert Steinsen, Fjölnir Stefánsson, Friðbert Pálsson, Gissur Ó Erlingsson, Gottfreð Árnason, Guðmundur Arason (jsm.), Guðmundur Arason (vfr.), Guðmundur Ólafsson, Guttormur Sigurbjörnsson, Gylfi Gröndal, Haukur Hauksson, Hreinn Bergsveinsson, J. Ingimar Hansson, Jóhann Árnason, Jón Guðlaugur Magnússon, Jón F. Hjartar, Jón Haukur Sigurðsson, Jón R. Björgvinsson, Ketill Axelsson, Kjartan J. Jóhannsson, Kristinn Skæringsson, Kristján Guðmundsson, Kristófer Þorleifsson, Ólafur Tómasson, Páll Bjarnason, Páll Hannesson, Pétur Maack Þorsteinsson, Sigurður Helgason, Sigurður Jónsson, Sigurður R. Guðjónsson, Sigurjón Björnsson, Sveinbjörn Pétursson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Sveinn A. Sæmundsson, Sverrir Sigþórsson, Tryggvi Jónsson, Úlfar Helgason, Vilhjálmur Einarsson, Werner Rasmusson, Þorvarður Árnason, Þórhallur Jónsson og Þórir Ólafsson.
Á jólafundi klúbbsins 19. desember 2017 voru tveir félagar tilnefndir Paul Harris félagar:
- Bergþór Halldórsson
- Guðmundur Jens Þorvarðarson