Ársskýrsla 2010-2011

Ársskýrsla Rótarýklúbbs Kópavogs 2010-2011

Skýrsla stjórnar RK, starfsárið 2010 – 2011,

flutt 5. júlí 2011

 

Starfsemi RK á liðnu starfsári hefur að stærstum hluta fylgt þeim hefðum og venjum sem skapast hafa í klúbbnum á liðnum árum.

Í upphafi fór töluverður tími í að koma út leiðréttri félagaskrá ekki síst vegna þess að engin félagaskrá var gefin út fyrir starfsárið 2009-2010. Nýrri og leiðréttri félagaskrá var síðan dreift á klúbbfundi 9. nóvember.

Þann 6. febrúar sl. voru liðin 50 ár frá því að Rótarýklúbbur Kópavogs var stofnaður. Af því tilefni ákvað stjórn klúbbsins starfsárið 2007-´08 að rituð skyldi fimmtíu ára saga hans en áður hafði þrjátíu ára saga hans komið út. Í ritnefnd voru kjörnir Ásgeir Jóhannesson, sem jafnframt var kjörinn formaður nefndarinnar, og með honum þeir Geir A. Guðsteinsson, Guðmundur Ólafsson, Hlynur Ólafsson og Þórir Ólafsson.

Í hófi sem haldið var á efstu hæð Veisluturnsins á afmælisdaginn var bókin formlega afhent stjórninni. Um er að ræða rit í brotinu 17*24 cm sem telur 128 síður og prýtt miklum fjölda mynda úr starfi klúbbsins liðin 50 ár.

Óhætt er að segja að vel hafi tekist til í alla staði við gerð ritsins og ritnefndinni færðar  bestu þakkir fyrir hennar mikla starf.

Afmælishátíðin var haldinn eins og áður hefur komið fram á efstu hæð Veisluturnsins á afmælisdaginn og hófst kl 18:00 með fordrykk. Hátíðina sóttu 97 félagar, makar og gestir. Af gestum ávörpuðu hátíðina Margrét Friðriksdóttir Umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, Magnús Jóhannesson forseti Rotarýklúbbs Reykjavíkur sem er móðurklúbbur RK, Kristján Guðmundsson forseti Rkl. Borga og Gestur Valgarðsson forseti Rlk. Þinghóls.

Hátíðarræðuna flutti félagi okkar Helgi Sigurðsson.

Forseti afhenti fimm félögum, þeim Sigurði Jónssyni, Sigurði R. Guðjónssyni, Sveinbirni Péturssyni,  Werner Rasmussyni og Þórhalli Jónssyni, sem stjórnin hafði útnefnt heiðursfélaga klúbbsins, heiðursskjöl því til staðfestingar. Kristinn Skæringsson, sem einnig hafði verið útnefndur gat því miður ekki mætt á hátíðina vegna veikinda.

Benjamín Magnússon, formaður viðurkenningarnefndar gerði grein fyrir vali nefndarinnar á Eldhuga Rotarýklúbbs Kópavogs 2011 en valinn var Þorbjörn Jensson framkvæmdastjóri Fjölsmiðjunnar fyrir árangursrík störf sín við að hjálpa ungmennum til þess að ná áttum í lífinu.

Hornaflokkur Kópavogs, undir stjórn Össurar Geirssonar, lék á meðan gestir nutu fordrykkjarins.

Kársneskórinn, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, söng á meðan á borðhaldinu stóð.

Af sjálfu leiðir að útgáfa afmælisritsins ásamt afmælishátíðinni voru nokkuð kostnaðarsöm fyrir klúbbinn svo mjög að við leituðum til velunnara Rotarýmanna um framlög til þess að ná endum saman. Bréflega var leitað til 34 aðila um styrk vegna þessa en fjórtán þeirra sem leitað var til studdu okkur með samtals um 850 þús. kr. þar af gaf Veisluturninn okkur afslátt vegna hátíðarinnar sem nam rúmlega 200 þús. kr.

 Í skýrslu gjaldkera koma fram nöfn þeirra sem styrkina veittu en þeim er hér með færðar bestu þakkir fyrir velvildina.

Samfélagsþjónusta:

Eldhuginn var útnefndur að venju og í þetta sinn á afmælishátíðinni 6. feb. sl. eins og þegar hefur verið getið um.

Eitt markiða starfsársins var að veita viðurkenningu fyrir fræðandi og velfluttan fyrirlestur/ra í klúbbnum. Viðurkenningar sem við vorum að veita fyrr á þessum fundi þeim: Aðalsteini Leifssyni, Eiríki Bergmann og G. Valdimar Valdimarssyni.

Klúbburinn átti, líkt og undanfarin ár fulltrúa í stjórn Sunnuhlíðar, Eirík Líndal Á þessu starfsári var tveimur útskriftarnemum Menntaskóla Kópavogs veittar viðurkenningar fyrir bestan árangur í raungreinum.

Viðurkenningin, sem er heiðurskjal með nafni viðkomandi ásamt tilefni og 60 þúsund króna styrk frá klúbbnum, var afhent við útskrift í desember 2010, Selmu Lind Jónsdóttur, og við útskrift í maí 2011, Þuríði Erlu Helgadóttur. Gaman er að geta þess hér að Þuríður Erla hlaut meðaleinkunina 9,5 í  12 raungreinum sem tekin voru próf í við MK að þessu sinni.  

Alþjóðaþjónusta:

Að venju lagði klúbburinn fram fé í Rótarýsjóðinn.  Að þessu sinni var framlagið 3.000 dollarar. Aðeins einn erlendur Rótarýfélagi, Dani sótti fund hjá klúbbnum á starfsárinu. 

Klúbburinn fékk formlegt bréf frá Rotarý Hirshals þar sem leitað var eftir því að klúbburinn fyndi ungling á aldrinum 16-20 ára sem hefði áhuga á að dvelja um 5 mánaða skeið í Danmörku. Í bréfinu kom einnig fram að innan tíðar mundi Eydun Duurhus, félagi í klúbbnum, koma hingað og hafa í leiðinni samband við okkur.

Af þeim mæta manni hefur ekkert spurts enn sem komið er og því ekkert meira um þetta mál að segja. Eins og undanfarin ár hafa félagar í Rótarýklúbbi Kópavogs heimsótt erlenda klúbba á ferðum sínum erlendis.

Klúbbþjónusta:

Stjórnin hefur haldið 16 formlega fundi auk töluverðra samskipta á netinu sem er að verða helsti samskiptamáti nútímans.        Fundarmæting hefur að meðaltali verið á milli 60-70%, mest 75% og minnst 54%, miðað við þær útreiknireglur sem notaðar eru.

Eitt þeirra markmiða sem við settum okkur á liðnu starfsári var að geta þeirra 3ja mín ræðumanna sem héldu sig innan tímarammans í ársskýrslu klúbbsins.

Á starfsárinu voru flutt 42 3. mín. erindi sem að meðaltali tóku 4,82 mín eða í heildina um 3,38 klst. Fimm félagar héldu sig innan tímarammans:

Margrét María Sigurðardóttir,

Geir A. Guðsteinsson,

Ólafur Wernesson,

Sigbjörn Jónsson og

Valur Þórarinsson.

Skemmstu 3. mín ræðurnar, sem aðeins stóðu í 2 mín. Fluttu þeir Eiríkur Líndal og Sigurjón Sigurðsson en sá sem best nýtti 3 mínúturnar var Guðbergur Rúnarsson sem talaði í 9 mínútur

Á því starfsári sem nú er að ljúka hafa verið haldnir 46 félagsfundir sem skiptast þannig milli nefnda og stjórnar eftir fjölda:

Þjóðmálanefnd           8 fundir

Stjórn                         7    

Alþjóðanefnd             6    

Menningarmálan.       5    

Starfsþjónustun.         4    

Ferðanefnd                 3    

Klúbbþjónustun.        2    

Rótarýfræðslun.         2    

Skemmtinefnd                       2    

Laganefnd                  1    

Landgræðslun.           1    

Viðurkenningarn.       1    

Eins og þarna kemur fram sáu einstakar nefndir um 39 þeirra funda sem haldnir voru á starfsárinu sem voru vel undirbúnir og skyldu eftir hjá þeim sem á hlýddu yfirgripsmikinn fróðleik um viðkomandi málefni sem eykur okkur víðsýni og skilning á högum hvers annars sem er jú markmið  Rótarýstarfsins.

Sérstakur jólafundur var haldinn að kveldi 4. desember í Skátaheimilinu  Þar mættu félagar ásamt mökum og áttu ánægjulega kvöldstund,


Teknir voru inn 10 félagar á starfsárinu, þar af 2 fyrrum félagar:

7. desember 2010

  • Birgir Stefánsson
  • Helgi Jóhannesson
  • Kolbeinn Þór Bragason
  • Páll Magnússon
  • Sigurður R Guðjónsson

10. maí 2011

  • Aðalheiður Guðgeirsdóttir
  • Sigurjón Sigurðsson
  • Sævar Geirsson

7. júni 2011

  • Bryndís Hagan Torfadóttir
  • Sigurður Ringsted

Úr klúbbnum sögðu sig 5 félagar á starfsárinu:

  • Eiríkur Bragason
  • Halldór J. Árnason
  • Helgi G Björnsson
  • Sævar Geirsson
  • Þorarinn J. Magnússon

Teknir voru 6 af félagaskrá samkv. ákvæðum 12. gr. laga RI:

  • Björn Þorsteinsson
  • Einar Kristján Jónsson
  • Erlendur Sturla Birgisson
  • Flosi Eiríksson
  • Jóhann Ásgeir Baldursson
  • Steindór Ólafsson

Í leyfi eru 7 samkv. 9. gr. laga RI:

  • Bolli Magnússon
  • Helgi Jóhannesson
  • Hlynur Ólafsson
  • Jón Haukur Sigurðsson
  • Páll B Helgason
  • Sigfinnur Þorleifsson
  • Sjöfn Sigurgísladóttir

                       

Í klúbbnum eru núna 68. félagar,  þar af 4 konur sem hefur fjölgað á starfsárinu úr 2 í 4 eða um 100% sem er ágætis aukning í % um talið en betur má ef duga skal í þeim efnum. Til liðs við klúbbinn gengu 10 á starfsárinu sem verður að teljast góð endurnýjun og sennilega sú mesta á einu ári frá stofnun hans. Eins og áður hefur komið fram sögðu 5 félagar síg úr klúbbnum og 6 voru teknir af félagaskrá þar sem þeir uppfylltu ekki lengur skilyrði um aðild.

Nöfn flestra þeirra hefði átt að vera búið að taka af félagaskránni mun fyrr en gert var því er hér ekki um vanda liðins starfsárs að ræða heldur einhverra ára uppsöfnun.      

Ferðanefndin stóð fyrir ferð um Hvalfjörð og Borgarfjörð 23. október sl. sem  tókst mjög vel undir styrkri  Jóns Sigurðssonar. Hápunktur ferðarinnar var heimsóknin að Reykholti þar sem séra Geir Waage fór á kostum i frásögn sinni af stað og mannlífi. Margir félagar misstu af þessari fróðlegu ferð en hópurinn með mökum var 18 manns. Traustur bílstjóri ferðarinnar Ólafur Wernerson skilaða félögum og mökum heilum heim.

Því miður var ekki grundvöllur til utanlandsfarar á þessu starfsári hún verður því að bíða betri tíma sem að sögn landsfeðranna nálgast hratt.

Með bréfi ritnefndar umdæmisins, sem stjórninni barst í upphafi ársins, var eftir því leitað að klúbburinn skipaði sérstakan vefstjóra, helst tvo sem bæri ábyrgð á heimasíðu klúbbsins; tekið var fram í bréfinu að ekki væri ætlast til þess að ritarar klúbbanna bættu þessu verkefni á sig þeir hefðu einfaldlega nóg á sinni könnu.

Stjórnin tilnefndi þá Guðmund Ólafsson og Loga Kristjánsson til þess að sinna þessu starfi. Í framhaldinu hefur heimasíðan tekið miklum breytingum í þá vera að nú eru alltaf á síðunni nýjustu upplýsingar um það  sem er að gerast hjá okkur. Reynt er að birta þar myndir af þeim sem tala á fundunum og geta þess um hvað þeir fjölluðu.

Sömuleiðis er búið að færa inn á heimasíðuna mikið af þeim grunnupplýsingum um klúbbinn sem komu fram í 50 ára sögu hans. Eins og áður sagði hefur félagaskráin verið leiðrétt og endurbætt ásamt því að mynd af hverjum félaga er einnig komin á sinn stað.

Á klúbbfundi 16. nóvember sl. var samþykkt tillaga stjórnar, með öllum greiddum atkvæðum, til breytinga á reglunum um Eldhugann frá 8.júní ´96 þess efnis að ekki er lengur gert skylt að viðtakandinn sé Kópavogsbúi, eða eins og segir í reglunum:

,,Viðurkenningarnefnd Rótarýklúbbs Kópavogs skal árlega velja einstakling eða einstaklinga, sem með sérstöku framtaki hafa vakið athygli og umtal í Kópavogi á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rótarý. Að öðru jöfnu skulu viðtakendur verðlaunanna vera eða hafa verið búsettir í Kópavogi eða framtakið, sem um ræðir, hafa átt sér stað í bæjarfélaginu”.

Á klúbbfundi þn. 14. apríl voru samþykkt ný sérlög fyrir klúbbinn með öllum greiddun atkvæðum. Forsagan er sú að á síðustu samkomu löggjafarráðs Rótarýhreifingarinnar sem haldin var í Chicago, dagana 26-30 apríl 2011, var samþykktur almennur rammi að sérlögum Rótarýklúbbanna. Heimild klúbbanna til breytinga felst eingöngu í því að færa inní ramman sérákvæði vegna viðkomandi klúbbs sem verða einnig að rúmast innan nefnds ramma.

Að lokum vil ég þakka meðstjórnarmönnum mínum fyrir gott og ánægjulegt samstarf

Stjórn klúbbsins á starfsárinu var þannig skipuð

  • Helgi Laxdal, forseti
  • Magnús Már Harðarson, varaforseti
  • Logi Kristjánsson, ritari
  • Guðbergur Rúnarsson, gjaldkeri
  • Bergþór Haraldsson, stallari

Einnig vil ég þakka ykkur félagar góðir fyrir ykkar þátt í að gera starfið ánægjulegt og lifandi og endurtek jafnframt þakkir mínar til nefndarformanna.

 Helgi Laxdal, forseti RK 2010-2011