Golf
  • Golf-i-Rotary

Keppt er árlega um Stefánsbikarinn

Golfáhugi innan klúbbsins hefur farið mjög vaxandi

 Golf-i-Rotary

Myndin er af 9 klúbbmeisturum, sem komu saman við golfskála GKG á fallegum vetrardegi skömmu fyrir útgáfu 50 ára afmælisbókarinnar. Taldir frá vinstri: Stefán, Valur, Gunnar, Jóhann, Ingólfur, Rögnvaldur, Guðmundur Arason, Ólafur og Guðmundur Ólafsson. Á myndina vantar tvo klúbbmeistara: Jón Björnsson heitinn og Jón Hauk, sem var búsettur erlendis, þegar myndin var tekin.

 

Golfíþróttinni hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarna áratugi hér á landi eins og víðast hvar annars staðar í heiminum. Er nú svo komið að á Íslandi er golf næstfjölmennasta íþróttagreinin á eftir fótbolta. Sama þróun hefur átt sér stað í Rótarýklúbbi Kópavogs. Fyrir um 30 árum voru 2-3 kylfingar í klúbbnum, en á seinustu árum hefur fjöldi klúbbfélaga, sem stunda golf í einhverjum mæli, verið nálægt 20. Sumum hefur jafnvel þótt golfáhuginn í klúbbnum keyra úr hófi fram og til marks um það kom einhverju sinni fram fyrirspurn á Rótarýfundi, þar sem spurt var hvort þetta væri fundur í Rótarý eða golfklúbbi!

Frá árinu 1998 hefur árlegt golfmót innan klúbbsins verið fastur liður í félagsstarfinu. Í leikslok er golfmeistari Rótarýklúbbs Kópavogs krýndur og fær til varðveislu farandbikar, sem Stefán Pálsson gaf klúbbnum. Framkvæmd mótsins er með svipuðu sniði og Eurovision söngvakeppnin að því leyti að sigurvegarinn sér alfarið um framkvæmd mótsins næsta ár á eftir. Hann er einvaldur, ræður keppnisstað, keppnisfyrirkomulagi, sér um verðlaun o.s.frv. Sannast hér að vandi fylgir vegsemd hverri!

Eftirtaldir klúbbfélagar hafa fengið nöfn sín skráð á hinn eftirsótta bikar:

Ár Klúbbmeistari
1998 Stefán Pálsson
1999 Rögnvaldur Jónsson
2000 Guðmundur Ólafsson
2001 Guðmundur Arason, vfr.
2002 Guðmundur Ólafsson
2003 Gunnar Magnússon
2004 Jóhann Árnason
2005 Ólafur Tómasson
2006 Jón Haukur Sigurðsson
2007 Féll niður vegna veðurs!
2008 Jón Björnsson
2009 Valur Þórarinsson
2010
Ingólfur Antonsson
 2011 Jóhann Árnason
 2012 Guðmundur Ólafsson
 2013 Helgi Ólafsson
 2014 Valur Þórarinsson
 2015 Féll niður vegnaveðurs!