Ferðir innanlands

Ferðir innanlands

Fátt er betur til þess fallið að efla kynningu og samstöðu meðal félaga í Rótarýklúbbum en ferðalög á vegum klúbbsins, hvort sem er hér innanlands eða til útlanda.

Ferðir innanlands hafa yfirleitt verið eins dags sumar- eða haustferðir og hefur verið reynt að fara a.m.k. eina ferð á hverju ári. Þátttakendur í þessum ferðum hafa verið 20 - 40 manns, Rótarýfélagar og makar þeirra.

Ferðirnar hafa ýmist verið farnar á fyrirfram ákveðnar slóðir eða auglýstar sem óvissuferðir.

Sem dæmi um áfangastaði má nefna af handahófi ferðir:

  • um Rangárvelli á sögustaði Njálu
  • í Brekkuskóg og Haukadal
  • um Hvalfjörð og Borgarfjörð þar sem saga hersetunnar var rifjuð upp og söguslóðir heimsóttar í Borgarfirði
  • í Viðey
  • í Dalina á söguslóðir Laxdælu