Verkefni

Verkefni:

Verkefni Rótaryklúbbs Héraðsbúa.

Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt, þótt sýnileg verkefni séu ekki mjög

Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt, þótt sýnileg verkefni séu ekki mjög mörg. Nokkur skulu þó talin upp hér:

Árið 1971 gáfu klúbbarnir á Héraði og Neskaupsstað ,og settu upp, útsýnisskífu á Fjarðarheiðarbrún.

Rótarýklúbbur Héraðsbúa gaf peningaupphæð til kaupa á kirkjuklukkum í Egilsstaðakirkju árið 1974, til minningar um Vilhjálm Sigurbjörnsson fyrsta forseta klúbbsins.
Klukkur Egilsstaðakirkju

Árið 1975 setti klúbburinn áletraðan skjöld á Gálgaklett, en á þeim stað var framkvæmd síðasta henging á Ísalndi, er Valtýr á grænni treyju var tekinn af lífi.

Gálgaklettur 2

Árið 1984 gaf klúbburinn íþróttafélaginu Hetti félagsfána, og tók þátt í að kosta og koma fyrir útsýnisskífu á Bóndastaðahálsi.
Fáni Hattar

Örnefnakort:
Einnig var á árinu 1984 gefið út örnefnakort yfir þéttbýlissvæðið beggja vegna Lagarfljóts. Félagar höfðu unnið að söfnun örnefna á svæðinu í nokkur ár. Í okt. 2012 var tilbúið nýtt örnefnakort af sama svæði en aðeins stækkað og endurbætt.

Sigfúsarlundur:
I-Sigfusarlundi-1
1986 girti klúbburinn landsspildu rétt utan við Eyvindarána og gróðursetti þar trjáplöntur, og lagði stíga. Reiturinn er kallaður Sigfúsarlundur, en hann er umhverfis minnisvarða um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara.
Á hverju vori síðan hefur verið haldinn vinnufundur í Sigfúsarlundi. Þá eru snyrt tré og stígar, borin viðarvörn á nestisborð og unnin nauðsynleg viðhaldsverk.

Nemendaskipti:
Klúbburinn hefur tekið á móti mörgum erlendum skiptinemum og á sama hátt hafa mörg ungmenni héðan farið erlendis á vegum klúbbsins.

Starfshópaskipti:
Flestir hópar sem komið hafa erlendis frá vegna starfshópaskipta, hafa haft viðdvöl hér á Egilsstöðum og klúbburinn annast móttöku þeirra.

Verðlaunasjóður:
Að afloknu umdæmisþingi á Egilsstöðum 1997, var stofnaður „þjóðhátíðasjóður Rótaryklúbbs Héraðsbúa“. Þar segir í 5. Gr. „ Tilgangur sjóðsins er að veita einstaklingi, félagi eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir framúrskarandi afrek, þjónustu eða frumkvæði i einhverri mynd, á félagssvæðinu“. Úthlutað er úr sjóðnum árlega 17. Júní, i fyrsta sinn árið 2000.