Um klúbbinn
Hálendisferð.
Á slóðir heiðargæsa.
Farið var frá N1 planinu á Egilsstöðum kl. 13:00 þ. 5. júní 2016
Farið var frá N1 planinu á Egilsstöðum kl. 13:00 þ. 5. júní 2016 og sameinast í fimm bíla.
Leiðsögumaður var Skarphéðinn Þórisson.
Ekið var inn í Fljótsdal og komið við á Skriðuklaustri þar sem skoðuð var myndlistasýning Péturs Berens félaga okkar og tók hann á móti okkur þar.
Því næst var ekið upp á Fljótsdalsheiði, Áð var á útsýnisstöðum og við vörður Vatnajökulsþjóðgarðs við Laugará.
Skarphéðinn flutti ýmsan sögulegan fróðleik. Síðan var haldið inn að Kárahnjúkum og smá spöl inn með Hálsi, bílar stöðvaðir og gengið áfram um 3 kílómetra.
Veður var gott. Talsvert heiðagæsarvarp er inn með Hálsi og var gæsin nýlega orpin.
Gengið var til baka í bílana og ekið sem leið liggur að Laugarfelli. Þar tók Páll staðarhaldari á móti hópnum og sagði frá staðnum og sýndi húsakynnin. Að lokum var gengið til kvöldverðar á fjallahótelinu Laugarfelli.
Þátttakendur í ferðinni voru 8 rótaryfélagar og 11 gestir.
Frá ritara.
Frá ritara.

Á sýningu Péturs Behrens

Við Skriðuklaustur

Félagar njóta útsýnisins

Skarphéðinn fræðir félaga um Vatnajökulsþj+oðgarð og fleira

Kaffi að aflokinni göngu

"Vatnsföllin" voru óbrúuð

Heiti potturinn (sá nýji) við Laugarfell

Kvöldverður við Laugarfell