Fréttir

25.2.2018

RÓTARYDAGURINN Á HÉRAÐI

Kynningardagskrá Rótarýklúbbs Héraðsbúa í Bókakaffi 24. febrúar 2018.

Þar kynntu félagar sögu, skipulag og verkefni Rotary International og hinnar Íslensku hreyfingar og einnig var sagt frá starfi Rótarýklýbbs Héraðsbúa í máli og myndum.

 Rotarydagurinn 2018.

- Látum rödd Rótarý heyrast -

Kynningardagskrá Rótarýklúbbs Héraðsbúa

í Bókakaffi 24. febrúar 2018.

Forseti setti kynninguna í Bókakaffi í Fellabæ kl. 15 og stjórnaði dagskránni.

Þar kynntu félagar sögu, skipulag og verkefni Rotary International og hinnar Íslensku hreyfingar og einnig var sagt frá starfi Rótarýklýbbs Héraðsbúa í máli og myndum.

Því næst fluttu ungmenni úr Tónlistaskóla Fellabæjar sönglög við undirleik gítara og ásláttarhljóðfæris.

Þá var komið að dagskrálið tileinkuðum unga fólkinu í anda einkunnarorða umdæmisstjóra „Kanski er næsta kynslóð kynslóðin sem getur“.

Þrjár ungar stúlkur úr ME stigu fram og sögðu frá jákvæðri og þroskandi skiptinemadvöl þeirra á Spáni á síðasta ári.

Árni skólameistari ME og Arnar áfangastjóri greindu því næst frá starfi og skipulagi náms í skólanum og þeim áskorunum sem skólinn og unga fólkið stendur frammi fyrir á komandi árum.

Að loknu öðru tónlistaratriði með flautuleik og gítarslætti frá Tónlistaskóla Fellabæjar var ungmennastarf Rotaryhreyfingarinnar kynnt; námstyrkir, skiptinemadvöl og sumarbúðir, eins og áður hafði verið gert í menntaskólanum og hjá elsta árganginum í Grunnskólanum á Egilsstöðum.

Spurningar og umræður voru milli atriða og eftir kynninguna auk þess sem gestir og gangandi nutu góðra veitinga á staðnum.

Frá ritara.


Hér fylgja með nokkrar myndir frá kynningunni.











Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.