Fréttir

9.3.2017

Kynningarfundur 2017

Kynning á starfi Rótaryklúbbs Héraðsbúa

Rótarýklúbbur Héraðsbúa stóð fyrir kynningu á klúbbnum og hreyfingunni þriðjudagskvöldið 7. mars

Rótarýklúbbur Héraðsbúa stóð fyrir kynningu á klúbbnum og hreyfingunni þriðjudagskvöldið 7. mars. Forseti klúbbsins Eyþór Elíasson bauð sex gesti velkomna. Sigurjón Bjarnason tók við og lýsti því hvernig starfsemin færi fram. Á þriðjudögum koma menn saman á Hótel Héraði og funda, borða saman og hlýða á fyrirlestur klúbbmeðlims eða gests. Jón Atli Gunnlaugson tók næstur til máls og lýsti ýmsum verkefnum sem klúbburinn sinnir heima í Héraði og sem dæmi um það er umsýsla Sigfúsarlundar. Eyþór lýsti síðan uppruna og sögu Rótarýhreyfingarinnar og Skarphéðinn Þórisson velti því fyrir sér af hverju hann væri í Rótarý. Þráinn Skarphéðinsson kvaddi sér hljóðs og lýsti því hversu skemmtilegt og fróðlegt það væri að heimsækja aðra klúbba hvort sem væri hér heima eða erlendis en rótarýfélagar eru alls staðar velkomnir á fundi annarra klúbba. Að lokum kom verðandi forseti, Ingólfur Arnarson í pontu og reifaði veru sína í hreyfingunni og taldi m.a. líklegt að það hefði stuðlað að því að hann væri enn búsettur á Egilsstöðum. Nokkrar umræður spunnust í lok ágæts fundar. Það er von okkar Rótarýfélaga að gestirnir hafi notið kynningarinnar og íhugi í framhaldinu að ganga til liðs við okkur. -- Frá ritara --



Eyþór forseti kynnir hreyfinguna



Sigurjón Kynnir klúbbstarfemina








Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.