Fréttir
Aðventufundur
Jólahlaðborð
Þ. 13. desember s.l. komu félagar saman á Hótel Hérað
Þ. 13. desember s.l. komu félagar saman á Hótel Héraði, sínum venjulega fundarstað.
En í stað hefðbundins fundar var sest að dýrindis krásum, margrétta hlaðborði, hvar félagar áttu saman ánægjulega kvöldstund.
Ekki var formleg dagskrá, en í stað þess flutti séra Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur við Egilsstaðasókn, okkur hugvekju er tengdist komandi jólahátíð.
Einnig flutti félagi vor, Stefán Þórarinsson, okkur hugvekju.
Nokkrir aðrir félagar fóru með gamanmál.
Hafi hótel Hérað þökk fyrir fyrirtaks mat og drykk.