Fréttir

14.11.2016

Mývatnssveit

Sameignilegur fundur rótaryklúbba á norður- og austurlandi.

Laugardaginn 12. nóvember 2016 komu saman til kvöldsamveru að Hótel Seli við Mývatn

Laugardaginn 12. nóvember 2016 komu saman til kvöldsamveru að Hótel Seli við Mývatn, nokkrir félagar klúbbanna á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Akureyri, Eyjafirði, Húsavík og Héraði, alls á milli 40 og 50 manns að gestum meðtöldum.

Áttu félagar þar saman ánægjulega stund er hófst með gönguferð um nágrenni Skútustaða undir leiðsögn heimamanna, heimsókn í kirkjuna á staðnum , en lauk með sameiginlegum kvöldverði.
Samkoma þessi laut að einhverju leyti forystu Eyþórs Elíassonar, forseta Héraðsmanna, en skoðunarferðin var á forræði Húsvíkinga.
Undir borðum komu félagar annara klúbba að og skemmtu með söng, hljóðfæraleik og gamanmálum. Einnig varð til hljómsveitartríó er skemmti gestum af sinni alkunnu snilld.
Prýðis kvöldverður var fram borinn með viðeigandi veigum, afbragðsgott allt saman.
Félagar og gestir skemmtu sér hið besta fram eftir kvöldi og áttu flestir næturdvöl á hótelinu.
Var það mál manna að endurtaka þurfi svona viðburð, ef til vill árlega.
Hér fylgja með nokkrar myndir er vonandi gefa einhverja hugmynd um stemninguna.









Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.