Fréttir

22.6.2016

Viðurkenning 17. júní

Þjóðhátíðarsjóðurinn

Rótarýklúbbur Héraðsbúa veitti viðurkenningu fyrir vel unnin störf

Rótarýklúbbur Héraðsbúa veitti viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins á Héraði í 17. sinn þann 17. júní síðast liðinn. Viðurkenninguna hlaut Hjördís Hilmarsdóttir fyrir frábær störf á sviði útivistar og náttúruskoðunar á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Tók hún við skjali því til staðfestingar á samkomunni auk þess sem hún hlýtur 100.000 fjárframlag úr Þjóðhátíðarsjóði klúbbsins.


Þá hafði Rótarýklúbburinn ákveðið að gera þau Þorstein Bergsson, Björgu Björnsdóttur og Hrólf Eyjólfsson, sem kepptu í liði Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu, að heiðursfélögum í klúbbnum næsta starfsár og voru veittar viðurkenningar því til staðfestingar á þjóðhátíðarhöldunum, sem fram fóru í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.



Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.