Fréttir

20.6.2016

Hálendisferð

Á slóðum Heiðagæsa

Farið var frá N1 planinu á Egilsstöðum kl. 13:00 þ. 5. júní 2016  


Farið var frá N1 planinu á Egilsstöðum kl. 13:00 þ. 5. júní 2016 og sameinast í fimm bíla.

Leiðsögumaður var Skarphéðinn Þórisson. 
Ekið var inn í Fljótsdal og komið við á Skriðuklaustri þar sem skoðuð var  myndlistasýning Péturs Berens félaga okkar og tók hann á móti okkur þar. 
Því næst var ekið upp á Fljótsdalsheiði,  Áð var á útsýnisstöðum og við vörður Vatnajökulsþjóðgarðs við Laugará.  
Skarphéðinn flutti ýmsan sögulegan fróðleik.  Síðan var haldið  inn að Kárahnjúkum og smá spöl inn með Hálsi, bílar stöðvaðir og gengið áfram um 3 kílómetra. 
Veður var gott. Talsvert heiðagæsarvarp er inn með Hálsi og var gæsin nýlega orpin. 
Gengið var til baka í bílana og ekið sem leið liggur að Laugarfelli. Þar tók Páll staðarhaldari á móti hópnum og sagði frá staðnum og sýndi húsakynnin. Að lokum var gengið til kvöldverðar á fjallahótelinu Laugarfelli.
Þátttakendur í ferðinni voru 8 rótaryfélagar og 11 gestir.
Frá ritara.


Á sýningu Péturs Behrens


Við Skriðuklaustur


Félagar njóta útsýnisins


Skarphéðinn fræðir félaga um Vatnajökulsþjóðgarð og fleira


Kaffi að aflokinni göngu


"Vatnsföllin" voru óbrúuð


Heiti potturinn (sá nýji) við Laugarfell


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.