Fréttir

6.6.2016

Heimsókn umdæmisstjóra

Útsvarsliðið heiðrað

Fundur var haldinn í Rótarýklúbbi Héraðsbúa þann 24. maí s.l.  

Fundur var haldinn í Rótarýklúbbi Héraðsbúa þann 24. maí s.l. á fundinn mættu gestir, Umdæmisstjóri Magnús B Jónsson ásamt konu sinni Steinunni Ingólfsdóttur. Einnig mætti sem fyrirlesari Björg Björnsdóttir frá Austurbrú.

Umdæmisstjóri ávarpaði fundinn og færði klúbbnum fána frá Rótarýumdæminu og heiðursskjal vegna framlags klúbbsins til Rótarýsjóðsins, en framlag klúbbsins var það annað hæsta á landinu í ár.

Þá tilkynnti forseti klúbbsins Sigurjón Bjarnason að stjórn klúbbsins hefði ákveðið að gera  meðlimi  sigurliðsins í útsvari   að heiðursfélögum í klúbbnum í eitt ár.

Svo skemmtilega vildi til að fyrirlesari kvöldsins Björg Björnsdóttir er ein úr útsvarsliðinu og tók hún við viðurkenningu og fána úr hendi forseta.

Áformað er að veita liðinu heiðursskjöl af þessu tilefni þann 17. Júní næstkomandi.

 Frá ritara.


Umdæmisstjóri afhendir forseta  viðurkenninguna.



Foresti heiðrar Björgu Björnsdóttur útsvars"drottningu" .



Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.