Fréttir

11.5.2016

Vinnustaðarfundur

Heimsókn í Héraðsprent

Þann 3. Maí s.l. var haldinn vinnustaðafundu

Þann 3. Maí s.l. var haldinn vinnustaðafundur í Rótarýklúbbi Héraðsbúa.

Fundurinn hófst á Hótel Héraði þar sem Héraðsprent bauð upp á kjötsúpu, Þráinn flutti inngang að kynningu á Héraðsprenti og sagði frá komu sinni til Egilsstaða og upphafi á starfsemi Héraðsprents, því næst var farið yfir í Héraðsprent og fór Þráinn Skarphéðinsson prentari með félaga um prentsmiðjuna og lýsti starfseminni og sýndi hinar ýmsu vélar og búnað sem þar er. 

 Þar var einnig boðið upp á drykki og konfekt. Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Gunnhildi Ingvarsdóttur og  er nú með fullkomnustu prentsmiðjum landsins og hefur Þráinn fylgst vel með tækniþróuninni og verið í fararbroddi í að innleiða nýja tækni í prentsmiðjunni, Rekstur prentsmiðjunar gengur vel og nóg er af verkefnum.

Frá ritara.


Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson


Við"Gullmolann" fyrstu prentvélina.


Uppsettur samningur - lausletur-.


Setjarakassi, laust blíletur.


Nútíminn - Fjögurra lita offsetprentvél.


Brotvél.


"Ísskápaseglagerð"


Austurglugginn, héraðsfréttablað, skoðað.



Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.