Rótarydagurinn 2016
Fétt af Rótarýdeginum á Fljótsdalshéraði
Rótarýklúbbur Héraðsbúa hélt upp á Rótarýdaginn 27.2.2016
Rótarýklúbbur Héraðsbúa hélt upp á Rótarýdaginn með fundi á Bókakaffi í Fellabæ, fundurinn var tileinkaður fjölmenningu.
Flutt voru erindi og tónlist á milli.
Fyrst flutti Sigrún Blöndal erindi um fjölmenningu, þar næst var kórsöngur undir stjórn Súsönnu Ross, sungin voru króatísk lög við undirleik Charles Ross og Súsönnu.
Ragnhildur Indriðadóttir flutti erindi um starfsemi Rauðakrossdeildarinnar og þær Málfríður og Kristín Björnsdætur sögðu frá reynslu sinni af störfum fyrir Rauðakrossinn.
Jana Jankovich sagði frá reynslu sinni af því að vera ný á Íslandi
Haraldur Geir Eðvaldsson sagði frá íslenskunámi á vegum Austurbrúar.
Fjölmennt var á fundinum.
Stjórn dagskrár var í höndum Unnar Birnu Karlsdóttur formanns undirbúningsnefndar Rótarýdagsins.
Frá ritara.
Eyþór Elíasson, aðstoðarumdæmisstjóri og Sigurjón Bjarnason, forseti
Unnur Birna segir frá.
Myndir: Skarphéðinn G. Þórisson