Vinnustaðafundur
Heimsókn í Miðás
Haldinn var vinnustaðafundur í Rótarýklúbbi Héraðsbúa þann 8. mars sl
Rótarýklúbbur Héraðsbúa vinnustaðafundur.
Haldinn var vinnustaðafundur í Rótarýklúbbi Héraðsbúa þann 8. mars sl. Fundurinn var í húsnæði Miðás EHF. hér á Egilsstöðum . Miðás framleiðir innréttingar og er með um 12 til 15% af innlenda markaðnum, starfsmenn eru 17 í framleiðslu og fjórir í verslun í Reykjavík . Á móti okkur tóku Valur Ingvarsson og Magnús Guðmundsson tveir af eigendum fyrirtækisins og skýrði hann frá starfsemi fyrirtækisins og sýndi framleiðslululínuna og vélakostinn. Miðás EHF. velti um 450 milljónum á síðasta ári og fer um 85% af framleiðslunni til höfuðborgarsvæðisins, vörumerkið er Brúnás Innréttingar. Öll aðföng til framleiðslunnar koma með Smyril Line (Norröna) til Seyðisfjarðar. Að lokinni skoðun um vinnslusvæðið var boðið upp á súpu brauð og bjór í kaffistofu á efri hæð. Mættir voru 15 félagar og einn gestur Stefán Hauksson.
Frá ritara.
Valur segir frá framleiðslunni.
Tveir af eigendum: Magnús Guðmundsson og Valur Ingvarsson.
Og að lokum var súpuveisla.