Fréttir
Félagafjölgun.
Nýr félagi
Á fundi þ. 9. febrúar 2016 gekk til liðs við klúbbinn Jónas Þór Jóhannsson.
Á fundi þ. 9. febrúar 2016 gekk til liðs við klúbbinn Jónas Þór Jóhannsson.
Jónas er fæddur 11. júlí 1949 og gerist nú félagi í annað sinn, var félagi á árunum 1998 til 2006.
Hann starfar nú sem vinnueftirlitsmaður hjáVinnueftirliti ríkisins.
Jónas hefur sinnt ýmsu á árum áður. Var um tíma með eigin bíla- og vélaútgerð, framkvæmdastjóri ÚÍA, sveitarstjóri Norður Héraðs, verkstjóri hjá Fljótsdalshéraði svo nokkuð sé nefnt.
Eiginkona Jónasar er Alda Hrafnkelsdóttir og búa þau á Egilsstöðum.
Forseti, Sigurjón Bjarnason, býður Jónas Þór velkominn.