Fréttir

30.12.2015

"Hungurfundur" forseta

Árlegur jólafundur

Árum saman hefur það tíðkast að forseti býður félögum til jólafundar,

Árum saman hefur það tíðkast að forseti býður félögum til jólafundar, svokallaðs "hungurfundar", að heimili sínu. 
Þar eru á boðstólum prýðis veitingar og forseti flytur félögum gjarnan eitthvert fræðsluefni.
Einnig er fundur þessi fjáröflun fyrir Rótarysjóðinn, en það er annars færi í kostnað vegna venjulegs fundar rennur nú í sjóðinn sem frjáls framlög félaga.
Á þessu varð engin breyting þetta árið. Forseti vor, Sigurjón Bjarnason hélt slíkan fund að heimili sínu að Selási 9 þ, 28.12. s.l. með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Gyðu Vigfúsdóttur.
Þar sagði forseti frá æskuslóðun sínum langt vestur á fjörðum og sýndi myndir af þeim slóðum, fróðlegt mjög.
Að því loknu var sest að borðum og snædd afbragðs fiskisúpa  og annað góðgæti. Í kjölfarið fylgdi kaffi með ónefndum veigum.
Allt til fyrirmyndar. 
Félagar áttu þarna ánægjulega samverustund og að loknu skemmtilegu spjalli hélt hver til síns heima í rigningunni.


Hér fylgja nokkrar myndir er sýna stemninguna.


Forseti segir frá æskuslóðum.








Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.