Fréttir

25.10.2015

RÓTARYKLÚBBUR HÉRAÐSBÚA 50 ÁRA

Afmælisfundur

Þann 22. október síðastliðinn voru liðin 50 ár frá stofnfundi

Rótarýklúbbur Héraðsbúa 50 ára.

Þann 22. október síðastliðinn voru liðin 50 ár frá stofnfundi Rótarýklúbbs Héraðsbúa og var dagsins minnst með opnum afmælisfundi í Valaskjálf.

Til fundar hafði verið boðið allmörgum fulltrúum hinna ýmsu starfsgreina á Fljótsdalshérað og sóttu fundinn um 45 manns.

Auk almennrar kynningar á klúbbnum og hreyfingunni flutti Sveinn Þórarinsson stutt erindi um nokkra frumkvöðla í atvinnulífi á Egilsstöðum upp úr miðri síðustu öld og Arndís Þorvaldsdóttir sagði frá smáatvinnurekstri í „Gamla þorpinu“ á Egilsstöðum, sem var mjög fjölbreyttur og stundaður í mörgum húsum.

Jón Atli Gunnlaugsson sagði frá þeim verkefnum sem klúbburinn hafði staðið fyrir í nærsamfélaginu í þau 50 ár sem hann hefur starfað og Eyþór Elíasson flutti kveðju umdæmisstjóra, Magnúsar B Jónssonar og sagði nokkuð frá alþjóðahreyfingu Rótarý og helstu viðfangsefnum hennar.

Nokkrir fulltrúar Rótarýklúbbs Neskaupstaðar voru gestir fundarins og færðu þeir okkur veglega afmælisgjöf, nýútkomna bók Smára Geirssonar „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“, glæsilegan grip uppfullan af fróðleik um sögu hvalveiða við Ísland á fyrri öldum.

Léttar veitingar voru í boði klúbbsins og þótti fundurinn takast vel og varpa nokkru ljósi á störf og viðfangsefni Rótarýklúbbs Héraðsbúa.


Sigurjón Bjarnason, forseti, setur afmælisfundinn.


Eyþór Elíasson, aðstoðarumdæmisstjóri, kynnir alþjóðahreyfinguna.


Jón Atli Gunnlaugsson segir frá klúbbstarfinu.


Sveinn Þórarinsson segir frá frumkvöðlunum.


Arndís Þorvaldsdóttir segir frá atvinnurekstri í "gamla þorpinu".


Guðmundur Gíslason forseti rótaryklúbbs Neskaupstaðar ávarpar fundinn.


Gestir voru áhugasamir.


Öldungarnir okkar; Stefán Þorleifsson Norðfirðingur og Vilhjálmur Einarsson Egilsstaðabúi.


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.