Fréttir

1.8.2015

Heimsókn í Óbyggðasetur

Rótaryfundur í Óbyggðasetri Íslands að Egilsstöðum í Fljótsdal

Á móti okkur tók Arna Björg Bjarnadóttir hjá Óbyggðasetri Íslands

Á móti okkur tók Arna Björg Bjarnadóttir hjá Óbyggðasetri Íslands sem hefur verið í uppbyggingu í eldri bæjarhúsunum á Egilsstöðum. Kynnti hún starfsemina fyrir gestum og sýndi þá aðstöðu sem í boði er fyrir gistingu og veitingar. Komið hefur verið upp fjórum herbergjum á efri hæð gamla íbúðarhússins og auk þess rúmgóðu rými í baðstofu formi í húsi þar sem áður var hlaða.

Veitingar eru bornar fram í eldhúsi og gestastofu í gamla húsinu sem rúmar 20-25 manns í sæti.



Hlaðan hefur verið innréttuð sem baðstofa. Arna Björg kynnir húsakynnin, sem hafa fengið mikið lof gesta sem leita að gistingu í hostel-stíl.

 
Uppbyggingu er ekki lokið. Hér má sjá hvernig gömul hleðsla var látin styðja við og spara steypuna við upprunalega gerð hússins.



Á borðum var lax og rabarbaragrautur reiddur fram að gömlum sið og borðbúnaður eins og tíðkaðist í sveitum fyrir miðja síðustu öld.


Á veggjum var veggfóður sem var hreinsað af og panillinn sem þá kom í ljós var málaður í tískulitum stríðsáranna.


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.