Rótarydagurinn
Dagskrá helguð Sigfúsi Sigfússyni
Rótarýklúbbur Hérðasbúa hélt upp á Rótarýdaginn þann 28. febrúa
Rótarýklúbbur Hérðasbúa hélt upp á Rótarýdaginn þann 28. febrúar í Bókakaffi í Fellabæ og tileinkaði daginn Sigfúsi Sigfússyni þjóðsagnaritara. Góð mæting var eða á milli 40 og 50 manns.
Jón Atli Gunnlaugsson flutti erindi um ævi og störf Sigfúsar.
Skarphéðinn Þórisson var einnig með áhugavert erindi um kynjaverur sem getið er um í frásögnum Sigfúsar og er þar merkastur Lagarfljótsormurinn.
Þá las Arndís Þorvaldsdóttir upp úr verkum Sigfúsar.
Dreift var gátum úr bókum Sigfúsar yfir kaffihlaðborði og heimamenn ræddu Sigfús og sumir kunnu sögur og vísur sem ekki eru til á prenti, en varðveist hafa frá foreldrum eða öðrum hér eystra.
Jón Atli Segir frá Sigfúsi.
Skarphéðinn lýsir kynjaverum.
Arndís les úr verkum Sigfúsar.