Fréttir

10.1.2015

 Rkl. Héraðsbúa.

Jólafundir

"HUNGURFUNDUR".

JÓLAHLAÐBORÐ.
Sú hefð hefur skapast að efna til jólahlaðborðs á aðventu og eru makar félaga þá velkomnir.
Þetta árið var slíkur fundur haldinn á okkar reglulega fundarstað, Hótel Héraði, þ. 15. 12. sl.
Ágætur fundur með góðum og fjölbreittum veitingum og áttu félagar og makar ánægjulega stund saman að venju.

"HUNGURFUNDUR"
Sú hefð er mun eldri að forseti bjóði félögum til síns heima á svokallaðan "hungurfund".
Nafn þetta er hálfgert öfugmæli, en talið engu að síður við hæfi, m.a. vegna þess að jafnvirði útgjalda  félaga á hefðbundnum fundum gengur nú sem framlag í Rótarysjóðinn.
Þ. 9. jan. s.l. bauð forseti, Ævar Dungal, til móttöku að heimili sínu að Kaldá, skammt sunnan Egilsstaða.
Þar mættu flestir félagar og nokkrir makar og nutu ágætra veitinga þeirra hjóna.
Afbragðs kvöldstund með mat og drykk og spjalli nokkuð frameftir.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá "hungurfundinum".


Forseti, Ævar Dungal og Vilhjálmur Einarsson á spjalli.



Forseti flytur gestum skemmtiefni.


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.