Fréttir
Sigfúsarlundur
Vinnufundur
15. júlí síðastliðinn, á venjulegum fundartíma komu 14 félagar saman í Sigfúsarlundi
15. júlí síðastliðinn, á venjulegum fundartíma komu, 14 félagar saman í Sigfúsarlundi til vorverkanna.
Verkefnin voru að grisja "skóginn" fram með göngustígunum og að lagfæra stígana.
Mikið var sagað og klippt og fóru 6 stórar kerrur hlaðnar trjám og limi á urðunarstað, mikil og góð víkkun á stígasvæði.
Hafist var handa við endurbætur á stígunum, stungnir kantar og möl ekið í stíga í hjólbörum.
Allgott kvöldverk.
Verkið hófst með máltíð.
Möl ekið í stíga.
Jón Pétursson, fyrrum umdæmisstjóri lét ekki sitt eftir liggja.