Nýir félagar.
Inntaka nýrra félaga
Fjórir nýir félagar hafa að undanförnu gengið í Rótaryklúbb Héraðsbúa
Fjórir nýir félagar hafa að undanförnu gengið í Rótaryklúbb Héraðsbúa í framhaldi af kynningarfundi sem haldinn var snemma í janúar s.l. Félagar eru nú 21.
Hér eru myndir af nýjum félögum ásamt forseta, Þráni Skarphéðinssyni.
Skarphéðinn G. Þórisson gekk í klúbbinn 2. febrúar. Skarphéðinn er 59 ára, líffræðingur að mennt og starfar að rannsóknum á vegum Náttúrustofu Austurlands. Eginkona hans er Ragnhildur Rós Indriðadóttir og búa þau að Fjóluhvammi 2, Fellabæ.
Unnur Birna Karlsdóttir gekk í klúbbinn 25. febrúar. Unnur Birna er 49 ára, sagnfræðingur að mennt og starfar sem safnsstjóri á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum. Eiginmaður hennar er Baldur Pálsson og búa þau að Sunnufelli 4 í Fellabæ.
Friðrik Einarsson gekk í klúbbinn 25. febrúar. Friðrik er 33 ára, löggiltur endurskoðandi að mennt og starfar sem slíkur hjá KPMG á Egilsstöðum. Friðrik er ókvæntur og býr að Lagarfelli 25, Fellabæ.
Unnar Erlingsson gekk í klúbbinn 11. mars. Unnar er 42 ára, stúdent að mennt og starfar sem grafískur hönnuður og markaðsfræðingur hjá Augasteinum ehf á Egilsstöðum. Eginkona hans er Alda Björg Lárudóttir og búa þau að Flataseli 5 á Egilsstöðum.