Fréttir

14.1.2014

"Hungurfundur"

Árlegur jólafundur.

Forseti bauð félögum til árlegs jólafundar

Forseti bauð félögum til árlegs jólafundar, "hungurfundar", að heimili þeirra hjóna, Hömrum 8,
30. des. 2013.
Mættir voru 12 félagar en  5 afsakaðir.  
Jónas Þór Jóhannsson, fyrrverandi félagi, mætti sem gestur með nikku sína.
Fundurinn var óformlegur, en forseti bauð mönnum að snæða ungverska gúllassúpu
með rauðu víni og smakkaðist hvortveggja vel.
Forseti bauð mönnum að loknu borðhaldi frekari veitingar; konfekt, kaffi og
koníak. Var margt skrafað og glatt á hjalla og áttu félagar ánægjulega samverustund.
Jónas þandi nikkuna og var vel tekið undir jafnframt því sem menn æfðu
allt helsta látbragð tilheyrandi hefðbundnum jólasöngvum.
Einhverjir fóru þó fljótlega að borðhaldi loknu, fyrr en aðrir og fara
engar sagnir af fundarlokum.




Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.