Þorgrímsstaðir í Breiðdal
Kynning á ferðaþjónustu
Fundur Rótaryklúbbs Héraðsbúa haldinn að Þorgrímsstöðum.
Þann 7. maí s.l. var fundur Rótaryklúbbs Héraðsbúa haldinn að Þorgrímsstöðum í Breiðdal, en þar hafa hjónin Guðrún Sveinsdóttir og Jón B. Stefánsson, félagi í Rótarýkúbbi Seltjarnarness opnað sveitahótelið, Silfurberg. Þau hjónin keyptu jörðina árið 2003 og hafa síðan verið að breyta og bæta húsakostinn, sem nú er orðinn að afar notalegu hóteli með gistiaðstöðu fyrir allt að 20 manns og hlaðan er orðin að veitingasal fyrir 50 manns. Þau hjón hafa leyft hugmyndafluginu að njóta sín við hönnun húss og innréttinga með sérstaklega athyglisverðum og smekklegum árangri. Eftir að fundarmenn höfðu notið góðra veitinga og notalegrar kvöldstundar þakkaði forseti þeim hjónum góðar móttökur, afhenti þeim fána klúbbsins og óskaði þeim velfarnaðar.
Hjálmar varaforseti afhendir Guðrúnu og Jóni fána klúbbsins.
Vel fer um gesti í setustofunni.
Veitingaaðstaðan í hlöðunni.
Heiti potturinn og gufubaðið.