Fréttir

23.4.2013

Hússtjórnarskólinn að Hallormsstað

Tilnefning Paul Harris félaga.

Árlegur fundur í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Nemendur

Á árlegum fundi okkar í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, sem haldinn þann 23. apríl s.l. afhenti forseti, Jarþrúður Ólafsdóttir tveimur félögum  okkar, Paul Harris viðurkenningu fyrir langt og farsælt  starf fyrir Rótarýklubb Héraðsbúa og  Rótarýhreyfinguna.  Þetta voru félagarnir Ingólfur Arnarson og Sigurður Eymundsson.

Ingólfur Arnarson er fæddur 06.10.1944 og gekk í Rótarýklúbb Héraðsbúa 28. febrúar 1985. Hann hefur verið virkur félagi alla tíð, var forseti starfsárið 1989 – 1990 og aftur 2003 - 2004, ritari 1993 - 1994 og aftur 2009 – 2010, þá hefur hann einnig gengt starfi gjaldkera og stallara og er í ritnefnd heimasíðu klúbbsins.

Sigurður Eymundsson er fæddur 05.02.1943 og gekk í Rótarýklúbb Héraðsbúa 1. mars 1991.  Hann hefur verið virkur félagi allar götur síðan, var forseti starfsárið 2001 - 2002, ritari 1997 - 1998 og aftur 2011 - 2012 og hefur einnig gengt starfi gjaldkera, stallara og verið skoðunarmaður ársreikninga. 

Forseti þakkað þeim óeigingjarnt starf í þágu Rótarý, en báðir hafa þeir félagar starfað óslitið í klúbbnum og gengt margvíslegum öðrum störfum fyrir klúbbinn og hreyfinguna.

Síðan nutu félagar og gestir frábærra veitinga nemenda skólans og hlýddu á erindi Ínu Gísladóttur Rkl. Norðfjarðar, Hjálmars Jóelssonar Rkl. Héraðsbúa og dr. Sigurðar Ingólfssonar er kynnti nýútkomna ljóðabók sína.

Að lokum veittu félagar nemum skólans hefðbundna viðurkenningu,Hallormsstaðarbrag Hákonar Aðalsteinssonar og rauða rós, í þakklætisskyni .

Forsetarnir
Forsetarnir; Jarþrúður Ólafsdóttir Rkl. Héraðsbúa og
                       Kristinn Jóhannsson Rkl. Neskaupstaðar.

Paul Harris félagar
Nýir Paul Harris félagar: Sigurður Eymundsson og Ingólfur Arnarson,
ásamt Jarþrúði forseta.


Afhending viðurkenningar
Nefndin (Hjálmar, Ingimar og Sigurjón) undirbúa afnendingu viðurkenningar.


Nemendur
Nemendur bíða viðurkenningar.

Forsetarnir
Matseðill kvöldsins.






Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.