Fréttir

17.4.2013

Heimsókn í starfsstöð KPMG

Einnig stöð Skrifstofuþjónustu Austurlands

KPMG og Skrifstofuþjónusta Austurlands buðu Rótarýklúbbi Héraðsbúa á kynningu.Nokkrir starfsmenn KPMG

Að kvöldi 16. apríl buðu KPMG og Skrifstofuþjónusta Austurlands Rótarýklúbbi Héraðsbúa til sín á Fagradalsbraut 11,  í nýuppgert húsnæði fyrirtækjanna. Magnús Jónsson frá KPMG og Sigurjón Bjarnason, Skrifstofuþjónustu Austurlands sögðu frá sögu fyrirtækjanna og starfsemi sem teygir anga sína víða. KPMG hefur starfsemi á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Hornafirði en Skrifstofuþjónustan er rekin á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði.
Eftir fróðleg erindi Magnúsar og Sigurjóns urðu líflegar umræður um skattheimtu og fleira.
Rótarýklúbbur Héraðsbúa þakkar frábærar móttökur.



Nokkrir starfsmenn KPMG

Nokkrir af starfsmönnum KPMG á Egilsstöðum


Sigurjón Kynnir starfsemina

Sigurjón Bjarnason, félagi vor, kynnir Skrifstofuþjónustu Austurlands.


Nokkrir félagar.

3 gestir
3 félagar njóta veitinganna.




Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.