Lofthellir í Mývatnssveit
Ferð í Mývatnssveit
Laugardaginn 13. okt. fóru nokkrir félagar úr Rótarýklúbbi Héraðsbúa í ferð til Mývatnssveitar
Laugardaginn 13. okt. fóru nokkrir félagar úr Rótarýklúbbi Héraðsbúa í ferð til Mývatnssveitarar, gagngert til þess að skoða Lofthelli.
Með í för voru nokkrir makar og gestir.
Lofthellir er um 400 m langur á nokkrum (5) hæðum. Mesta hæð er um 15 m en víða þarf a ganga boginn eða skríða. Skoðunarferðin hófst við Reykjahlíð og tók 5 klst. þar af var 45 mín akstur og 20 mín. ganga hvora leið.
Leiðsögumaður var Sigurður Erlingsson frá Saga Travel, sem lagði til nauðsynlegan búnað t.d. höfuðljós, hjálma og negld stígvél.
Allir voru sammála um að ferðin í hellinn væri stórkostleg upplifun, sem óhætt er að mæla með . Sjón er sögu ríkari.
Nokkrir félagar ásamt mökum notuðu tækifærið og keyptu pakka sem Hótel Reynihlíð bauð þetta kvöld þ.e. skemmtun, villibráðamatseðil og gistingu ásamt ferð í Leirböðin.
Inngangan í Lofthelli
Skemmtilegar ísmyndanir.
Forseti blessar leiðangursmenn.