Fréttir
Samfélagsdagur á Héraði
Laugardaginn 26. maí var haldinn „Samfélagsdagur á Héraði
Laugardaginn 26. maí var haldinn „Samfélagsdagur á Héraði“. Markmiðið með honum var að virkja íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum.
Framlag Rótaryklúbbs Héraðsbúa var að merkja og auðvelda aðgengi að Gálgakletti.
Árið 1975 setti klúbburinn áletraðan skjöld á Gálgaklett, en þar fór fram síðasta henging á Íslandi , er Valtýr á grænni treyju var tekinn af lífi. Þó Gálgaklettur sé nú inni í miðjum Egilsstaðabæ, er hann ekki í alfaraleið og lítt sýnilegur vegna trjágróðurs.
Í tilefni samfélagsdagsins komu klúbbfélagar fyrir skilti við Tjarnarbraut, sem vísar leið að Gálgakletti, og lagfærðu göngustíg að klettinum.