Fréttir

30.9.2012

Heimsókn umdæmisstjóra 2012

Hátíðakvöldverður

Á fund þann 25. september s.l

Á fund þann 25. september s.l. komu umdæmisstjórahjónin, Kristján Haraldsson og Halldóra Magnúsdóttir, í heimsókn.  Félagar mættu með maka sína og var fundurinn allur hin hátíðlegasti með góðum málsverði.  Umdæmisstjóri flutti mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi, sem fjallaði um Rótarýhreyfinguna á alþjóðavísu og um starfsemi íslenska umdæmisins.  Hann sagði frá alheimsforseta og hans markmiðum fyrir starfsárið.  Þá ræddi hann starfið á Íslandi og greindi frá sínum áherslum í starfi umdæmisstjóra og lagði m.a áherslu á  að gera starf Rótarý sýnilegra í samfélaginu.  Hann bað menn að hugleiða af hverju þeir væru í Rótarý og sagði frá mikilvægi starfs hreyfingarinnar í þágu friðar.   Hann hvatti alla félaga til að leggja eitthvað af mörkum til Rótarýsjóðsins og sagði, í því sambandi, að sjálfur muni hann greiða 1 dollar fyrir hvern félaga í þessum klúbbi.  Forseti afhenti umdæmisstjóra fána klúbbsins, starfskrá og eintak af nýútkomnu örnefnakorti, sem klúbburinn hefur látið gera af Egilsstöðum og næsta nágrenni.  
Ennig má geta þess að félagi vor, Þráinn Skarphéðinsson, varð 75 ára þennan dag og veitti hann félögum glaðning af því tilefni.

Háborðið

Háborðið.

Veislugestir
Hluti veislugesta.

Þráinn 75 ára.
Þráinn skálar við veislugesti.


Heimsókn að Skálanesi við Seyðisfjörð.