Fréttir
Áströlsk heimsókn.
Áströlsk hjón heimsóttu Rótaryklúbb Héraðsbúa.
Áströlsku hjónin Brian og Pam Hall sem eru á ferð um landið mættu á fund í Rotaryklúbbi Héraðsbúa 28. ágúst. Brian Hall er Rotaryfélagi í Rotaryclub Ballarat í Delacombe og sagðist hafa lengi dreymt um að koma til Íslands en þau hjónin eru miklir náttúruunnendur. Á myndinni má sjá Björn Ingvarsson sem hýsti hjónin, Pam Hall, Þráinn Skarphéðinsson sem fór með þau hjónin í útsýnisferð, Jarþrúði forseta klúbbsins, Brian Hall og Sigurð Magnússon sem naut gestrisni hjónanna í Ástralíu fyrr á árinu er hann var þar á ferðalagi á vegum Rótarý.
Björn Ingvarsson, Pam Hall, Þráinn Skarphéðinsson, Jarþrúður Ólafsdóttir, forseti, Brian Hall og Sigurður Magnússon.